Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Stikkilsberja-Finnur
Stikkilsberja-Finnur eftir Mark Twain er ein af frægustu bókum höfundar, en bók þessi ásamt bókum hans um Tuma Sawyer mynda heildarfrásögn ævintýragjarnra drengja við lok 19. aldar. Sögusviðið er Miðvesturríkin í Bandaríkjunum, við bakka hins mikla Missouri-fljóts, vettvangur mishættulegra ævintýra þessara ungu drengja sem ýmist eru álitnir pörupiltar eða hetjur sem leysa dularfull glæpamál.

Í þessari sögu er Finnur einn síns liðs að kljást við krefjandi aðstæður. Í fyrstu eru það óvenjuleg þægindi nýs lífs undir verndarvæng ekkju nokkurrar, svo harðneskjuleg og ofbeldisfull meðferð föður hans, og loks röð glæpsamlegra ævintýra eftir flótta Finns frá æskuslóðum sínum. Ásamt strokuþrælnum Jimma leggur Finnur leið sína niður Missouri-fljótið þar sem kynni þeirra af tveimur svikahröppum leiða til stanslausra vandræða, auk stöðugrar hættu á handsömun Jimma og þar með þrældómi.

Sagan er í senn tímalaus frásögn um ævintýri, heiðarleika, svik og gildi vináttunar, auk þess að vera spegill á ómanneskjulegan samtíma þrælahalds í Bandaríkjunum. Áleitnar spurningar spretta upp af lestri bókarinnar og enginn lesandi verður ósnortinn af siðferðislegum vangaveltum.

Svavar Jónatansson les.

 

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 10:45:10 618,5 MB

Nótt við Norðurpól
Nótt við Norðurpól er stórskemmtileg og spennandi skáldsaga sem fjallar um skipbrot við Svalbarða og baráttu þeirra sem komust af, þrautir þeirra og sigra andspænis óblíðum náttúruöflum.

Övre Richter Frich (1872-1945) var á sínum tíma einn kunnasti rithöfundur Norðmanna á millistríðsárunum, en auk þess að skrifa metsölubækur var hann fréttamaður og ritstjóri dagblaðs um tíma. Vinsælustu sögur hans voru sakamálasögur þar sem hetjan Jonas Fjeld var í aðalhlutverki, en þær sögur urðu alls tuttugu og ein talsins. Á íslensku kom sagan fyrst út árið 1945 í þýðingu Sigurðar Róbertssonar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:17:19 235 MB

Áttungurinn
Áttungurinn (The Octoroon) er öðrum þræði hádramatísk spennusaga og hins vegar lítt dulin ádeila á þrælahald, en þrælastríðið í Bandaríkjunum hófst sama ár og sagan kom út, árið 1861. Á þessum tíma var mikið deilt um þrælahald og sagan Kofi Tómasar frænda sem kom út níu árum áður (1852) hafði átt sinn þátt í að ýta undir breytt sjónarmið. Þó svo að viðhorf Braddons og Harriet Beecher Stowe fari saman eru sögurnar þó afar ólíkar, en Braddon viðrar sínar skoðanir í æsilegri og rómantískri spennusögu, en slíkar sögur nutu mikilla vinsælda á þeim árum.

Sagan segir frá Coru Lesley sem er dóttir plantekrueiganda í New Orleans en er send fimm ára gömul til Englands. Hún er ljós yfirlitum og hefur aldrei kynnst móður sinni og þekkir því ekki uppruna sinn. Þegar faðir hennar slasast í átökum við þræla ákveður Cora að snúa heim. Á það eftir að hafa miklar afleiðingar.

Á íslensku var sagan fyrst gefin út í Reykjavík af Jóh. Jóhannessyni árið 1909. Seinna var hún endurútgefin árið 1960 af Sögusafni heimilanna.

Mary Elizabeth Braddon (1835-1915) var einn vinsælasti rithöfundur Englands á Viktoríutímanum og skrifaði yfir 80 skáldsögur. Var Áttungurinn önnur skáldsaga hennar og ein af þeim sögum sem lögðu grunninn að velgengni hennar, en kunnasta saga hennar er án efa Leyndarmál lafði Audley (Lady Audley's Secret) sem varð gríðarlega vinsæl og hefur verið endurútgefin ótal sinnum og er ein af þessum bókum sem alltaf eru fáanlegar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:20:35 293 MB

Dagur hefndarinnar
Dagur hefndarinnar er rómantísk spennusaga eftir bandaríska rithöfundinn Anna Katharine Green (1846-1935). Hefur hún gjarnan verið talin fyrsta konan sem skrifaði sögur þar sem meginhetjan starfaði sérstaklega við að leysa sakamál, þ.e. einkaspæjarasögur. Í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Þær tvær síðastnefndu staðhæfðu reyndar báðar að það hafi fyrst og fremst verið fyrir áhrif frá sögum Önnu Katharine Green að þær sjálfar gerðust sakamálarithöfundar. Sagan Dagur hefndarinnar birtist fyrst á íslensku í Þjóðviljanum í kringum aldamótin 1900 og má heyra það af málfarinu sem notað er í henni, en það er nokkuð fornt. Það truflar þó ekki söguþráðinn. Á ensku nefnist sagan Marked Personal og kom út árið 1893.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:24:11 351 MB

Gáturnar sjö
Gáturnar sjö er í raun safn af smásögum með sömu persónum og leikendum. Er um að ræða stuttar spennusögur þó svo að spennan sé aldrei mjög mikil. Sagan kom fyrst út á Englandi árið 1923 undir heitinu The Seven Conundrum, en íslenska útgáfan kom út árið 1947 hjá Kvöldútgáfunni.

Þrátt fyrir að vera langt frá því besta sem Oppenheim skrifaði er í sögunni að finna ákveðna stemningu sem einhverjir gætu haft gaman af. Ekki er þýðanda getið og fer kannski best á því.

Rétt er að vekja athygli á því að margar af sögum höfundar eru mjög skemmtilegar og mun áhugaverðari en þessi.

Enski rithöfundurinn Edward Phillips Oppenheim (1866-1946) var á sínum tíma gríðarlega afkastamikill og vinsæll höfundur spennusagna. Hann skrifaði yfir 100 skáldsögur á árunum 1887-1943 og fjölda smásagna. Fjölmargar sögur hans hafa verið kvikmyndaðar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:04:25 223 MB

Pétur Most: 5. Á vígslóð
Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á árunum 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Sú fyrsta hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð. Til gamans má geta þess að auk þess sem Walter Christmas var vinsæll rithöfundur var hann einnig sjóliðsforingi í danska hernum og stjórnaði leikhúsi, svo eitthvað sé nefnt. Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Á vígslóð er fimmta og síðasta sagan í bókaflokknum og nú hittum við Pétur fyrir þar sem hann er orðinn skipstjóri og skipseigandi. Eins og fyrri daginn eru ævintýrin skammt undan og í þessari bók verður á vegi hans ung og fögur hjúkrunarkona sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Nú er bara að sjá hvernig fer fyrir Pétri í þessari lokasögu.

Björn Friðrik Brynjólfsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:04:39 333 MB

Þúsund og ein nótt: 15. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fimmtándu bók eru yfirsögurnar: Frá Selim Egyptalandskonungi, Sagan af konungssonunum frá Kosjinsjima og systur þeirra, Víxlarinn og þjófurinn, Tveir menn um eina konu, Jússúf og indverski kaupmaðurinn og fleiri sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:13:28 451 MB

Sagan af Tuma litla
Sagan af Tuma litla er fyrsta sagan um þá félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn.

Í þorpinu St. Pétursborg á bökkum hins mikla Mississippifljóts á heima ungur og ævintýragjarn strákur að nafni Tumi Sawyer. Tumi reynir allt hvað hann getur til að sleppa undan leiðingjörnum hversdagsleikanum, nokkuð sem skarast oftast á við tilmæli fullorðna fólksins. Kennararnir og Pollý frænka verða stöðugt að glíma við sérkennileg uppátæki stráksins, en mörg þeirra bera vott um útsjónarsemi og hugmyndaflug Tuma. Í slagtogi með vinum sínum, þar á meðal hinum litríka Stikkilsberja-Finni, eltir Tumi uppi ævintýrin stór og smá.

Í þessari bók er sagt frá því hvernig hin smáu uppátæki Tuma leiða hann að stærsta ævintýri sem íbúar þorpsins hafa nokkru sinni heyrt um. Hin æsispennandi framvinda felur í sér dvöl Tuma og vina hans á eyðieyju, mætingu í eigin jarðarför, vitni að morði, fjársjóðsfund og hættulega hellaferð. Tumi mætir ótta og ógnum með meiri kjark og útsjónarsemi en margur fullorðinn og hlýtur vegleg verðlaun að launum. Hér er á ferðinni saga um ævintýraþrá barna sem blandast hörðum heimi veruleikans, og hvernig þrautseigja þeirra sigrar erfiðleikana.

Höfundurinn Mark Twain (1835–1910), sem hét í raun Samuel Longhorn Clemens, var og er nánast goðsagnakenndur. Þekktur sem gleðigjafi með óviðjafnanlegt skopskyn, en líka, eins og Nóbelsskáldið William Faulkner sagði um hann, sem „faðir bandarískra bókmennta“.

Svavar Jónatansson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:23:52 406 MB

Þúsund og ein nótt: 14. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fjórtándu bók eru yfirsögurnar: Sagan af Amený kóngsdóttur, Sagan af Aladdín Abúsj Samat, Sagan af Heykar hinum fróða, Læknirinn og matsalinn ungi frá Bagdad, Sagan af Habib kóngssyni og Dorrat-al-Gavas kóngsdóttur og fleiri sögur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 08:41:30 477 MB

Erfinginn
Skáldsagan Erfinginn eftir William Edward Norris er áhrifarík spennu- og ástarsaga. Þar segir frá Friðriki Musgrave sem elst upp hjá ríkum frænda sínum og stendur til að erfa hann þegar hann deyr. En þegar erfðaskráin er lesin upp kemur í ljós að frændinn átti dóttur sem hvarf fyrir tólf árum.

Á íslensku birtist sagan fyrst sem framhaldssaga í Þjóðviljanum í kringum aldamótinn 1900. Er þýðanda ekki getið. Á ensku nefndist hún Mrs. Fenton: A Sketch og kom út árið 1890.

William Edward Norris (1847–1925) var þekktur enskur rithöfundur sem naut mikilla vinsælda á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Á löngum ferli skrifaði hann um 60 skáldsögur. Norris fæddist í London en faðir hans var um tíma landstjóri Breta á Ceylon sem nú er Sri Lanka. William útskrifaðist sem lögfræðingur árið 1874 en starfaði þó aldrei sem slíkur því hann var ákveðinn í að reyna fyrir sér sem rithöfundur. Kom fyrsta sagan (Heap of Money) út árið 1877 og eftir það var ekki aftur snúið.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:06:02 225 MB