Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Þúsund og ein nótt: 4. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fjórðu bók okkar segir frá Sindbað sæfara og sjö ferðum hans sem voru hver annarri ævintýralegri og skemmtilegri. Eru sögurnar hér í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:34:52 141 MB

Þúsund og ein nótt: 3. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari þriðju bók okkar er yfirkaflinn: Sagan af daglaunamanninum, hinum fimm konum í Bagdad, og hinum þremur konungbornu munkum, en undir hann falla 7 sögur hver annarri skemmtilegri, s.s. Sagan af Sobeide, Sagan af Amíne og fleiri sögur. Eru sögurnar hér í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:10:09 283 MB

Pétur Most 4: Háski á báðar hendur
Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á íslensku árin 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Fyrsta hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð. Til gamans má geta þess að auk þess sem Walter Christmas var vinsæll rithöfundur var hann einnig sjóliðsforingi í danska hernum og stjórnaði leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.

Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Í þessari fjórðu bók er Pétur enn staddur á eyjunni góðu sem hann lenti á í síðustu bók, Pétur konungur. Þó svo að hann hafi komið ár sinni vel fyrir borð þar ólgar spenna undir og hann sér marga öfundarmenn. Sagan sver sig í ætt við sögur eftir Robert Louis Stevenson og Frederick Marryat, þar sem atburðarásin er bæði hröð og spennandi.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:52:03 432 MB

Þúsund og ein nótt: 2. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari annarri bók okkar er yfirkaflinn: Sagan af fiskimanninum og andanum, en undir honum eru svo um 20 sögur hver annarri skemmtilegri, s.s. Sagan af Sjabeddín fróða, Sagan af málaranum Mamúð frá Ispahan og fleiri sögur. Eru sögurnar hér í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:13:53 342 MB

Pétur Most: 3. Pétur konungur
Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á árunum 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Fyrsta bókin hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð. Til gamans má geta þess að auk þess sem Walter Christmas var vinsæll rithöfundur var hann einnig sjóliðsforingi í danska hernum og stjórnaði leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.

Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Í þessari þriðju bók lenda þeir Dik í vonskuveðri undan ströndum Nýju-Gíneu. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir er Pétur orðinn strandaglópur á óþekktri eyju þar sem hann þarf að taka á öllu sínu til að halda lífi og limum. Er þetta hrein og klár spennusaga í ætt við Robert Louis Stevenson og Frederick Marryatt, þar sem atburðarásin er bæði hröð og spennandi.

Björn Friðrik Brynjólfsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:40:09 311 MB

Háttprúða stúlkan
Skáldsagan Háttprúða stúlkan eftir Louisu May Alcott heitir á frummálinu An Old-Fashioned Girl. Hún birtist fyrst á prenti sem framhaldssaga í tímaritinu Merry's Museum Magazine árið 1869 og samanstóð þá af sex köflum, en Alcott bætti síðar við fleiri köflum.

Söguhetjan, sveitastúlkan Polly Milton, kemur til borgarinnar að heimsækja vinkonu sína, Fanny Shaw, og fjölskyldu hennar. Polly finnst hún ekki alveg tilheyra í þessum heimi ríka og fína fólksins í borginni, en góðvild hennar og háttprýði á þó eftir að hafa jákvæð áhrif á Shaw-fjölskylduna, eins og kemur í ljós.

Einar Gunn les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:25:57 408 MB

Pétur Most: 2. Pétur stýrimaður
Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á árunum 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Fyrsta bókin hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð.

Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum. Sögurnar sverja sig í ætt við sögur höfunda á borð við Frederick Marryat og henta vel öllum aldurshópum.

Í þessari bók er Pétur orðinn stýrimaður og ræður sig á skip amerísks auðkýfings sem kallast Dik. Dik þessi hafði lent í útistöðum við Breta en þegar gerist eiga Bretar í stríði við Búa í Suður-Afríku. Hafði landstjóri Búa í Höfðaborg komist í hendur Breta en þeir félagar ákveða að sigla þangað og frelsa hann. Nú er bara að sjá hvernig fer.

Björn Friðrik Brynjólfsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:39:36 300 MB

Eugenia
Skáldsagan Eugenia er hádramatísk ástar- og spennusaga af gamla skólanum sem erfitt er að leggja frá sér. Sagan segir frá Eugeniu, dóttur Windegs baróns, sem neyðist til að ganga í hjónaband með Artúri nokkrum Berkow, gjálífum syni námueiganda, vegna skuldar barónsins við föður Artúrs. Skömmu eftir að Eugenia flyst á setur Berkows ákveða verkamennirnir að fara í verkfall og knýja fram betri kjör og allt fer í bál og brand.

E. Verner var dulnefni þýsku skáldkonunnar Elisabeth Bürstenbinder (1838-1918). Hét sagan á þýsku Gluck auf og naut hún gríðarmikilla vinsælda. Á íslensku kom hún fyrst út árið 1905 og var gefin út af Prentsmiðju Þorsteins J. G. Skaptasonar á Seyðisfirði. Þýðandi er ókunnur.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 11:19:00 621 MB

Pétur Most: 1. Pétur sjómaður
Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á árunum 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Fyrsta hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð.

Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum. Sögurnar sverja sig í ætt við sögur höfunda á borð við Frederick Marryat og henta vel öllum aldurshópum.

Björn Friðrik Brynjólfsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:57:04 326 MB

Þúsund og ein nótt: 1. bók
Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fyrstu bók okkar er að finna innganginn sem leiðir okkur inn í þennan sagnaheim og sögukaflann sem ber yfirheitið Kaupmaðurinn og andinn.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 02:07:59 117 MB