Þýddar skáldsögur

Bækur á ensku

Quo vadis?
Quo vadis? er söguleg skáldsaga eftir Henryk Sienkiewicz. Sögusviðið er Róm í kringum árið 64 e.Kr., í valdatíð Nerós keisara. Hér segir frá ástum rómverska aðalsmannsins Markúsar Vinicíusar og Ligíu, ungrar kristinnar konungsdóttur af öðrum þjóðflokki. Margar sögulegar persónur koma fyrir í þessari sögu, enda tókst höfundur á hendur mikla rannsóknarvinnu fyrir skrif hennar.

Sagan kom fyrst út á bók árið 1896. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir henni.

Henryk Sienkiewicz hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1905.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 15:19:44 1,23 GB

Í sárum
Í sárum er skáldsaga eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Henryk Sienkiewicz (1846-1916). Hér segir frá Jósep Schwarz sem kemur til borgarinnar Kiev til að hefja háskólanám og kemst þar í kynni við hóp ungra manna og dularfulla ekkju.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:31:17 483 MB

Sögur herlæknisins: 10. Vor eyðimarkanna

Sögur herlæknisins: 10. Vor eyðimarkanna
Zacharias Topelius

Vor eyðimarkanna er tíunda sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki Sögum herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius, hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Á sínum tíma voru sögurnar gríðarlega vinsælar og er það trú okkar að þær eigi jafn mikið erindi til okkar í dag og þær áttu þegar þær komu út.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:33:49 250 MB

Maríukirkjan í París
Maríukirkjan í París (Notre Dame de Paris) er betur þekkt undir titlinum Hringjarinn í Notre Dame. Sagan kom fyrst út árið 1831.

Victor Hugo (1802-1885) er einn fremsti rithöfundur, skáld og leikskáld Frakka. Nafn hans er órjúfanlega tengt rómantísku stefnunni.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 19:50:37 2,66 GB

Sendiboði keisarans
Skáldsagan Sendiboði keisarans eða Síberíuförin eftir Jules Verne heitir á frummálinu Michel Strogoff. Söguhetjan er send í leiðangur frá Moskvu til Síberíu, til að koma skilaboðum til bróður keisarans.

Sigurður Arent Jónsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 13:01:54 1,39 GB

Eftir dauðann - bréf frá Júlíu

Eftir dauðann - bréf frá Júlíu
W. T. Stead

Bréf frá Júlíu er áhugaverð bók sem sótt er nokkuð langt að, eða alla leið til andaheima. Byggir hún á ósjálfráðri skrift miðilsins Stead og er það stúlka að nafni Júlía sem skrifar í gegnum hann. Bókin er hin gagnlegasta og ætti að hjálpa okkur fyrir þá langferð sem við öll eigum fyrir höndum. Það er alltaf gott að kunna einhver skil á því hvert við erum að fara. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Einars Kvaran árið 1907, en hann skrifaði einnig formála að þýðingunni.

Lesari er Sjöfn Ólafsdóttir, ásamt Aðalsteini J. Magnússyni.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:16:28 244 MB

Seld á uppboði
Seld á uppboði er spennandi og skemmtileg saga eftir snillinginn Charles Garvice, sem á sínum tíma naut gríðarlegrar hylli. Margar bóka hans voru þýddar á íslensku og urðu mjög eftirsóttar. Flestar sögur Garvice eru rómantískar spennusögur og í þeim geira var hann fremstur meðal jafningja. Þó svo að mörgum gagnrýnendum hafi ekki þótt mikið til bóka hans koma á sínum tíma eru menn að vakna til vitundar um gæði þessa afkastamikla rithöfundar í dag.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:47:43 428 MB

Jakob ærlegur

Jakob ærlegur
Frederick Marryat

Skáldsagan Jakob ærlegur (Jacob Faithful) eftir Frederick Marryat kom fyrst út árið 1834. Hér segir frá munaðarlausum dreng sem elst upp við ána Thames og vinnur fyrir sér sem ferjumaður. Þessi skemmtilega uppvaxtarsaga er full af kímni og litríkum persónum og ástin kemur einnig við sögu.

Frederick Marryat (1792-1848) var breskur rithöfundur og flotaforingi í breska sjóhernum.

Sigurður Arent Jónsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 10:13:21 561 MB

Leyndarmál hertogans

Leyndarmál hertogans
Charlotte M. Brame

Leyndarmál hertogans er saga um ástir og örlög eftir enska rithöfundinn Charlotte M. Brame.

Hinn ungi hertogi af Castlemay er beittur miklum þrýstingi af móður sinni um að kvænast, en í fortíð hans býr leyndarmál sem kemur í veg fyrir að hún fái sínu framgengt.

Charlotte Mary Brame (1836-1884) skrifaði um það bil 130 skáldsögur yfir ævina og sá fjölskyldu sinni farborða með skrifum sínum. Í verkum hennar birtist ástin í sínum ýmsu myndum og sögusviðið er gjarnan sveitasetur á Englandi.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 09:26:11 518 MB

Maðurinn sem týndi sjálfum sér

Maðurinn sem týndi sjálfum sér
Henry de Vere Stacpoole

Skáldsagan Maðurinn sem týndi sjálfum sér inniheldur allt sem góða og spennandi sögu þarf að prýða - óvæntar uppákomur, ævintýri og dulúð. Sagan heitir á frummálinu The Man Who Lost Himself og kom fyrst út árið 1918.

Hér segir frá herra Jones sem kemur til London í viðskiptahugleiðingum. Eftir að það tækifæri gengur honum úr greipum er hann auralaus og að því kominn að örvænta, en hittir þá mann nokkurn, með ófyrirséðum afleiðingum.

Þekktasta skáldsaga höfundarins er án efa The Blue Lagoon, en hún hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.

Sigurður Arent Jónsson les.

Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 05:10:48 484 MB