Erfinginn

William Edward Morris

Um söguna: 

Skáldsagan Erfinginn eftir William Edward Norris er áhrifarík spennu- og ástarsaga. Þar segir frá Friðriki Musgrave sem elst upp hjá ríkum frænda sínum og stendur til að erfa hann þegar hann deyr. En þegar erfðaskráin er lesin upp kemur í ljós að frændinn átti dóttur sem hvarf fyrir tólf árum.

Á íslensku birtist sagan fyrst sem framhaldssaga í Þjóðviljanum í kringum aldamótinn 1900. Er þýðanda ekki getið. Á ensku nefndist hún Mrs. Fenton: A Sketch og kom út árið 1890.

William Edward Norris (1847–1925) var þekktur enskur rithöfundur sem naut mikilla vinsælda á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Á löngum ferli skrifaði hann um 60 skáldsögur. Norris fæddist í London en faðir hans var um tíma landstjóri Breta á Ceylon sem nú er Sri Lanka. William útskrifaðist sem lögfræðingur árið 1874 en starfaði þó aldrei sem slíkur því hann var ákveðinn í að reyna fyrir sér sem rithöfundur. Kom fyrsta sagan (Heap of Money) út árið 1877 og eftir það var ekki aftur snúið.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:06:02 225 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
246.00
Erfinginn
William Edward Morris