Pétur Most: 5. Á vígslóð

Walter Christmas
0
No votes yet

Þýddar skáldsögur

ISBN 978-9935-28-798-4

Um söguna: 

Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á árunum 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Sú fyrsta hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð. Til gamans má geta þess að auk þess sem Walter Christmas var vinsæll rithöfundur var hann einnig sjóliðsforingi í danska hernum og stjórnaði leikhúsi, svo eitthvað sé nefnt. Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Á vígslóð er fimmta og síðasta sagan í bókaflokknum og nú hittum við Pétur fyrir þar sem hann er orðinn skipstjóri og skipseigandi. Eins og fyrri daginn eru ævintýrin skammt undan og í þessari bók verður á vegi hans ung og fögur hjúkrunarkona sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Nú er bara að sjá hvernig fer fyrir Pétri í þessari lokasögu.

Björn Friðrik Brynjólfsson les.

Þýddar skáldsögur
Sækja fyrir almennar tölvur

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur.

Sækja fyrir spjaldtölvur og snjallsíma

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 06:04:39 333 MB

Cover Image: 
Lazy Loader Icon
Minutes: 
365.00
ISBN: 
978-9935-28-798-4
Pétur Most: 5. Á vígslóð
Walter Christmas